fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur verulegar áhyggjur af framkvæmdum Reykjavíkurborgar á bílastæði fyrir utan Laugardalsvöll, þar á að rísa skólaþorp. Þetta kemur fram í fundargerð KSÍ sem hefur verið birt, fundurinn fór fram 19 júní.

Þetta kemur fram í fundargerð KSÍ en þar er lýst yfir vonbrigðum með samráð og samvinnu skipulagsyfirvalda með KSÍ í þessu viðkvæma máli.

„Nokkuð hefur verið fjallað um væntanlegt skólaþorp sem Reykjavíkurborg áætlar að muni rísa í Laugardalnum, nánar tiltekið á bílastæði við Laugardalsvöll. Axel Kára lögfræðingi KSÍ var falið að skoða málið og fór hann stuttlega yfir hverjar þessar áætluðu framkvæmdir væru og til hvaða andsvara KSÍ hefur gripið. Í máli Axels kom fram að ekki fáist skýr svör frá borginni, að ekki sé búið að skipuleggja svæðið að fullu en engu að síður eru hafnar framkvæmdir og undirbúningsvinna skv. gildandi deiliskipulagi. KSÍ hefur fengið frest til að skila enn frekari athugasemdum til Reykjavíkurborgar,“ segir í fundargerð KSÍ.

KSÍ hefur lengi hýst skólastarf fyrir Reykjavíkurborg þegar framkvæmdir eða mygla koma upp í skólum.

„Stjórnarmenn ræddu möguleg næstu skref og ræddu einnig um hversu hart KSÍ eigi að ganga fram til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum. Rætt um samlagsáhrif með því m.a. að ræða við önnur sérsambönd með starfsemi í Laugardalnum og við ÍSÍ. KSÍ hefur t.a.m. lagt til við borgina að skoða heldur varanlega lausn og samlegðaráhrif við uppbyggingu þjóðarleikvangsins Laugardalsvallar með því að byggja skólann samhliða og í sömu byggingu og stúka við suðurhlið Laugardalsvallar. KSÍ hefur skilning á erfiðleikum í skólamálum í Reykjavík og aðstaða á Laugardalsvelli hefur reglulega verið nýtt í samráði og samstarfi KSÍ og borgaryfirvalda, sem hefur vissulega þrengt mjög að starfsemi KSÍ.“

Margir í stjórn KSÍ hafa áhyggjur af þessu. „Margir tóku til máls og lýstu yfir miklum áhyggjum af þessum framkvæmdum og verulega neikvæðum áhrifum þeirra á þjóðarleikvanginn í knattspyrnu og þá viðburði sem þar fara fram og í nágrenni hans, og neikvæðum áhrifum á starfsemi KSÍ. Stjórn KSÍ lýsir yfir miklum áhyggjum af fyrirhuguðum framkvæmdum og byggingu skólaþorps á svæði Laugardalsvallar, og lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með samráð og samvinnu skipulagsyfirvalda með KSÍ í þessu viðkvæma máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“