fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. maí 2025 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við West Ham á útivelli.

Forest getur enn tryggt sér sæti í Meistaradeildinni fyrir lokaumferðina en liðið spilar þar gegn Chelsea sem er í sömu baráttu.

Mörk Morgan Gibbs-White og Nikola Milenkovic tryggðu 2-1 útisigur í dag en Jarrod Bowen klóraði í bakkann fyrir heimamenn.

Jamie Vardy kvaddi Leicester með sínu 200. marki en hans menn unnu 2-0 sigur á Ipswich sem skiptir í raun litlu máli þar sem bæði félög eru fallin.

Brentford spilaði þá gegn Fulham og tapaði 3-2 á heimavelli eftir að hafa verið 2-1 yfir þegar 68 mínútur voru komnar á klukkuna.

Fulham tókst á frábæran hátt að snúa þessum leik sér í hag og lyfti sér upp í tíunda sæti deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“