Sporting Lisbon er meistari í Portúgal 2025 en liðið vann Vitoria Guimaraes með tveimur mörkum gegn engu í gær.
Sporting gat tapað titlinum til Benfica með vondum úrslitum en það síðarnefnda gerði 1-1 jafntefli við Braga.
Með sigri hefði Benfica endað með jafnmörg stig og Sporting en meistararnir eru með töluvert betri markatölu – bæði lið voru með 79 stig fyrir lokaumferðina í gær.
Viktor Gyokores komst á blað fyrir Sporting í 2-0 sigri og er lang, lang markahæsti leikmaður portúgölsku deildarinnar.
Gyokores skoraði 39 mörk og lagði upp önnur átta í deildinni en næsti maður á listanum er með 19 mörk og sjö stoðsendingar.
Gyokores er að kveðja Sporting í sumar en hann er orðaður við stórlið bæði á Englandi og á Spáni.