Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild karla þar sem Vestri tapaði sínum öðrum deildarleik á þessu tímabili.
Vestri hefur komið verulega á óvart hingað til og hefði getað komist á toppinn með sigri á Fram á útivelli í dag.
Fram vann sinn þriðja sigur á tímabilinu í þessum leik en eina mark viðureignarinnar var skorað úr vítaspyrnu.
Á sama tíma áttust við ÍBV og KA en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.
Fram 1 – 0 Vestri
1-0 Simon Tibbling(’40, víti)
ÍBV 0 – 0 KA