Willum Þór Þórsson er nýr forseti ÍSÍ en þetta var staðfest í dag – hann tekur við keflinu af Lárusi Blöndal.
Willum er fyrrum knattspyrnuþjálfari og núverandi stjórnmálamaður en hann hlaut 109 atkvæði í kosningunni.
Olga Bjarnadóttir var í öðru sæti kosningarinnar en hún fékk aðeins 20 atkvæði gegn 109 sem bárust Willum.
Willum á tvo syni sem spila sem atvinnumenn í dag en það eru þeir Brynjólfur Andersen Willumsson og Willum Þór Willumsson.
Willum hefur ekkert þjálfað frá árinu 2017 en hann var síðast heilbrigðisráðherra áður en hann datt út af þingi.