Lionel Messi fylgist enn vel með gangi mála hjá Barcelona en hann er goðsögn félagsins og líklega sá besti í sögu liðsins.
Messi var látinn fara frá Barcelona á sínum tíma en það var aðeins vegna fjárhagsstöðu félagsins sem gat ekki boðið honum nýjan samning.
Messi fagnaði sigri Barcelona í vikunni er liðið vann Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni – þessi sigur reyndist mjög mikilvægur.
Með 0-2 útisigri þá tryggði Barcelona sér spænska meistaratitilinn þetta árið sem gladdi hjarta Messi sem spilar í dag með Inter Miami í Bandaríkjunum.
,,Til hamingju,“ skrifaði Messi á Instagram og var þar að svara færslu Barcelona sem fagnaði titlinum.
Þetta má sjá hér.