fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. maí 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR lækka um 100 milljónir verði breytingartillögur borgarstjóra á fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar samþykktar. Þetta kom fram á RÚV í gærkvöldi.

Pálmi Rafn Pálmason framkvæmdarstjóri KR er gáttaður á þessu en uppbygging á KR-svæðinu hefur lengi verið í kortunum, nú þegar framkvæmdir eru byrjaðar virðist eiga að hægja á þeim.

Nýr meirihluti tók til starfa í Reykjavík á dögunum en þar sitja Samfylkingin, Vinstri-Grænir, Píratar, Sósíalistar og Flokkur fólksins.

Framlög til selalaugar í Húsdýragarðinum eiga að hækka um 60 milljónir króna samkvæmt sama plani. Þá yrðu framlög vegna aðstöðumála Fram í Úlfarsárdal lækkuð um 45 milljónir gangi plönin eftir.

„Ég bara eiginlega á smá bágt með að trúa þessu og svolítið sjokk að heyra þetta. Við erum búin að bíða svolítið lengi eftir þessu og bara búa við mjög slæmar aðstæður fyrir okkar iðkendur sem eru tæplega tvö þúsund,“ segir Pálmi Rafn við RÚV.

„Ég vonast nú til þess að þetta verði ekki gert og að það verði haldið áfram að byggja hérna upp hjá okkur þannig að við séum með sómasamlega aðstöðu fyrir okkar krakka eins og aðra krakka í borginni. “

Pálmi segir tvö þúsund aðila æfa hjá KR og þetta muni bitna á börnum í félaginu sem hafa ekki nógu góða aðstöðu.

Katrín Atladóttir fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins blandar sér í málið á X-inu og segir. „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei,“ skrifar Katrín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu