fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Kjaftasagan um að reka ætti Úlf verið á lofti í mánuð – „Það gerðist ekkert alvarlegt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk fyrir mánuði síðan að það væri allt komið í rugl, leikmenn og stjórn ósáttir. Menn vildu ekki vinna saman,“ sagði Sigurður Gísli Snorrason í Dr. Football um tíðindina úr Grafarvogi um að búið væri að reka Úlf Arnar Jökulsson frá Fjölni.

Tíðindin komu mörgum á óvart enda stutt í að Íslandsmótið fari af stað en Úlfur gerði nýjan tveggja ára samning við félagið í október.

Hjörvar Hafliðason segir eftirsjá af Úlfi sem var á leið inn í fjórða tímabilið sitt með Fjölni þegar hann var rekinn. „Hann hefur gefið Lengjudeildinni mikið, gaman að fylgjast með honum,“ sagði Hjörvar.

Sigurður segir ekkert stórt hafa gerst. „Þetta hefur bara verið búið, það gerðist ekkert alvarlegt.“

Hjörvar segir það hafa verið mjög flókið að stýra Fjölni undanfarið og segir frá af hverju. „Það hefur verið krefjandi að stýra FJölni, við höfum heyrt af fjárhagsstöðu félagsins. Hann hefur verið í erfiðu giggi, þetta er maður sem kann inn á Lengjudeildina. Öflugir leikmenn sem þeir hafa verið að selja, sem hann hefur þjálfað. Það er eitthvað fyrir önnur lið að skoða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi