fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Kjaftasagan um að reka ætti Úlf verið á lofti í mánuð – „Það gerðist ekkert alvarlegt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk fyrir mánuði síðan að það væri allt komið í rugl, leikmenn og stjórn ósáttir. Menn vildu ekki vinna saman,“ sagði Sigurður Gísli Snorrason í Dr. Football um tíðindina úr Grafarvogi um að búið væri að reka Úlf Arnar Jökulsson frá Fjölni.

Tíðindin komu mörgum á óvart enda stutt í að Íslandsmótið fari af stað en Úlfur gerði nýjan tveggja ára samning við félagið í október.

Hjörvar Hafliðason segir eftirsjá af Úlfi sem var á leið inn í fjórða tímabilið sitt með Fjölni þegar hann var rekinn. „Hann hefur gefið Lengjudeildinni mikið, gaman að fylgjast með honum,“ sagði Hjörvar.

Sigurður segir ekkert stórt hafa gerst. „Þetta hefur bara verið búið, það gerðist ekkert alvarlegt.“

Hjörvar segir það hafa verið mjög flókið að stýra Fjölni undanfarið og segir frá af hverju. „Það hefur verið krefjandi að stýra FJölni, við höfum heyrt af fjárhagsstöðu félagsins. Hann hefur verið í erfiðu giggi, þetta er maður sem kann inn á Lengjudeildina. Öflugir leikmenn sem þeir hafa verið að selja, sem hann hefur þjálfað. Það er eitthvað fyrir önnur lið að skoða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United sættir sig við rosalegt fjárhagslegt tap

United sættir sig við rosalegt fjárhagslegt tap
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Real Madrid með óvænt nafn á blaði – Leikmaður Liverpool gæti fyllt skarð hans

Real Madrid með óvænt nafn á blaði – Leikmaður Liverpool gæti fyllt skarð hans
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Everton gerði sér vonir en Inter hafði betur

Everton gerði sér vonir en Inter hafði betur
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri