
Sjö leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu og eins og oft áður var nóg um mörk.
Það stefndi lengi í markalaust jafntefli á milli Mohamed Salah-lausra Liverpool-manna og Inter á Ítalíu en seint í leiknum fengu Englandsmeistararnir vítaspyrnu. Dominik Szoboszlai fór á punktinn og skoraði. Lokatölur 0-1 og Liverpool í góðum málum upp á framhaldið í Meistaradeildinni eftir bras heima fyrir.
Atalanta vann ansi sterkan endurkomusigur á Chelsea. Joao Pedro kom enska liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik en Gianluca Scamacca og Charles De Ketelaere tryggðu sigur Ítalanna í seinni hálfleik. Atalanta er í þriðja sæti en Chelsea í því ellefta.
Barcelona, Tottenham og Atletico Madrid unnu einnig góða sigra, en öll úrslit kvöldsins eru hér að neðan.
Úrslit kvöldsins
Atalanta 2-1 Chelsea
Barcelona 2-1 Frankfurt
Inter 0-1 Liverpool
Monaco 1-0 Galatasaray
PSV 2-3 Atletico Madrid
Tottenham 3-0 Slavia Prag
Union SG 2-3 Marseille