
Óliver Dagur Thorlacius, leikmaður KR, er hættur að spila í bili og einbeitir sér að þjálfun innan félagsins.
Óliver er 26 ára gamall og kom aftur til KR í fyrra frá Fjölni. Hann spilaði ekki í Bestu deildinni í sumar en hefur getið sér gott orð í þjálfun í Vesturbænum, þar sem hann hefur umsjón með þremur flokkum.
Tilkynning KR
Óliver Dagur Thorlacius leikmaður meistaraflokks karla hefur ákveðið að taka sér hlé frá knattspyrnuiðkun og setja meiri fókus á þjálfun yngri flokka hjá félaginu.
Óliver Dagur er uppalinn í KR en sneri aftur heim fyrir rúmu ári síðan þá bæði sem leikmaður og þjálfari. Í dag þjálfar hann 6. flokk kvenna, 5. flokk karla og 3. flokk karla ásamt því að vera að klára UEFA A þjálfaragráðu. Hann er einnig menntaður íþróttafræðingur!
Við erum mjög ánægð með störf Ólivers Dags og að hafa hann í okkar þjálfarahópi! Vonandi fáum við svo að sjá hann aftur á vellinum.