
Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er látinn, 72 ára að aldri.
Bendik, sonur Hareide, staðfesti þetta í einlægu bréfi sem birtist í VG í kvöld. „Pabbi sofnaði í kvöld, umvafinn fjölskyldunni,“ segir þar meðal annars. Hareide hafði verið að glíma við krabbamein í heila frá því í sumar.
Hann var afar reynslumikill þjálfari en hans síðasta starf var að þjálfa íslenska karlalandsliðið frá 2023 til 2024. Þar var hann nálægt því að koma liðinu á EM.
Hefur hann einnig þjálfað landsliðs Noregs og Danmerkur, sem og orðið landsmeistari í báðum þessum löndum með Rosenborg og Bröndby.