

Manchester United er samkvæmt fréttum á Englandi tilbúið að skoða það að selja Manuel Ugarte í janúar.
Ugarte er ekki í stóru hlutverki hjá Ruben Amorim sem hefur gagnrýnt hugarfar hans opinberlega.
Þegar Amorim tók við var talið að Ugarte yrði í stóru hlutverki hjá United, þeir höfðu unnið saman hjá Sporting Lisbon með góðum árangri.
Ugarte er hins vegar mest á bekknum og var ónotaður varamaður í síðastu tveimur leikjum liðsins, gegn Wolves fyrir viku og Bournemouth í gærkvöldi.
United er sagt skoða sölu til þess að reyna að fjármagna kaup á nýjum miðjumanni sem gæti styrkt liðið.