fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. desember 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðbankar segja líklegast að Jurgen Klopp verði næsti stjóri Real Madrid, nú þegar sæti Xabi Alonso er farið að hitna verulega.

Real Madrid hefur gengið illa undanfarið og hjálpar ekki til að margar af stjörnum liðsins eru sagðar ósáttar við Alonso. Í vikunni greindu einhverjir miðlar frá því að tap gegn Manchester City myndi þýða að Spánverjinn fengi sparkið.

Það fór einmitt svo að Real Madrid tapaði leiknum gegn City í Meistaradeildinni í gær og fjalla spænskir miðlar, sem og miðlar víðar, af kappi um það hver gæti verið eftirmaður Alonso, verði hann rekinn.

Klopp, sem hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Liverpool í fyrra, er líklegastur með stuðulinn tvo. Þar á eftir kemur Zinedine Zidane með þrjá, en hann er sagður vera að taka við franska landsliðinu næsta sumar og því ólíklegra að hann taki við Real Madrid í þriðja sinn.

Oliver Glasner hjá Crystal Palace og Andoni Iraola hjá Bournemouth koma þar á eftir en á blaði eru einnig Roberto De Zerbi, Fabian Hurzeler, Unai Emery, Steven Gerrard og Simeone Inzaghi með hærri stuðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær Kristófer Dag frá Fjölni – „Hann er einbeittur í að bæta sig“

Valur fær Kristófer Dag frá Fjölni – „Hann er einbeittur í að bæta sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk vill ekki segja frá því hvað hann ræddi við Salah

Van Dijk vill ekki segja frá því hvað hann ræddi við Salah
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik