

Vængmaður Chelsea, Mykhailo Mudryk, hefur hlotið enn eitt akstursbann eftir að hafa verið tekinn við stýrið á 140 þúsund punda BMW-bílnum sínum, þrátt fyrir að vera þegar sviptur ökuréttindum, samkvæmt frásögn dómstóla.
Mudryk, 24 ára, var stöðvaður af lögreglu í Vestur-London 2. október þegar hann ók BMW M8 með of dökkum og hættulega litun í framrúðum. Þetta gerðist aðeins vikum eftir að hann hlaut sex mánaða akstursbann fyrir hraðakstur.
Leikmaðurinn sagðist hafa neyðst til að aka sjálfur þar sem bílstjóri hans hafi ekki getað skutlað honum á æfingu.

Við athugun kom í ljós að Mudryk var ekki með gilt ökuskírteini né tryggingu og að rúðurnar hleyptu einungis um 10% ljóss í gegn, sem er langt frá löglegum viðmiðum. Bíllinn var einnig á úkraínskum númeraplötum.
Málið bætist ofan á erfitt tímabil fyrir Mudryk, sem er nú í leikbanni eftir jákvæða lyfjaprófun.

Mudryk, sem býr í lúxusíbúð í Fulham, mætti fyrir dóm í Uxbridge í svörtum jakkafötum og játaði brot sín, akstur án réttinda, akstur án tryggingar og akstur á ökutæki „í hættulegu ástandi“.
Lögmaður hans sagði að leikmaðurinn hefði átt erfitt ár og ekki verið að hugsa skýrt.