
Jude Bellingham hefur tekið afgerandi afstöðu með Xabi Alonso eftir 2-1 tap Real Madrid gegn Manchester City í Meistaradeildinni í gær.
Talið er að heitt hafi verið undir Alonso fyrir leik eftir dapra frammistöðu undanfarið og tapið því ekki til að hjálpa. Þá hefur verið fjallað um ósætti einhverra leikmanna við stjórann.
„Við erum enn að vinna í þessu innan klefans, óháð því hvað gerist fyrir utan hann. Ég hef fulla trú. Þetta tímabil er ekki búið þó við séum í slæmu formi,“ sagði Bellingham hins vegar eftir leik.
Aðspurður hvort hann vilji að Alonso haldi áfram sagði Bellingham svo vera. „Hundrað prósent. Stjórinn hefur verið frábær. Ég á frábært samband við hann og það gera margir í hópnum.“