

Chelsea og Manchester United eru sögð ætla að etja kappi um brasilíska undrabarninu Luis Eduardo.
Hinn 17 ára Eduardo hefur vakið mikla athygli á HM U17 í Katar undanfarnar vikur þar sem Portúgal fagnaði Heimsmeistaratitli. Fjöldi leikmanna vakti þar athygli.
Eduardo var einn þeirra. Hann stýrði vörn Brasilíu og bar fyrirliðabandið þegar liðið endaði í fjórða sæti eftir að hafa tapað á vítaspyrnukeppni bæði í undanúrslitum og um bronsið.
Samkvæmt spænska miðlinum AS var miðvörðurinn einn af bestu leikmönnum mótsins. Hraði hans, tæklingargeta og yfirvegun hafa vakið áhuga stórliða sem fylgjast nú grannt með á meðan hann nálgast 18 ára afmælið sitt í næsta mánuði.
Eduardo er talinn einn efnilegasti miðvörður sinn aldursflokks í heiminum og nú eru bæði Chelsea og Manchester United sögð vilja tryggja sér framtíðarstjörnuna.