fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptamaðurinn Elie Taktouk hefur verið dæmdur til að greiða til baka 1,3 milljónir punda eftir að hafa fjármagnað skilnað sinn með fasteignasvindli, í kjölfar þess að eiginkona hans yfirgaf hann fyrir Cesc Fabregas, fyrrum leikmann Arsenal.

Taktouk, 50 ára, giftist líbönsku fyrirsætunni Daniellu Semaan árið 1998 en hjónabandinu lauk 13 árum síðar þegar hún hóf samband með Fabregas. Í harðvítugum skilnaði missti Taktouk 5,5 milljóna punda fjölskylduhúsið í Belgravia í London til fyrrverandi eiginkonu sinnar og nýja maka hennar.

Taktouk og Seaman á árum áður.

Árið 2021 var Taktouk dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir umfangsmikið fasteignasvindl. Tveimur árum síðar var honum gert að greiða 4,5 milljónir punda í eignaupptöku, og var ákveðið að ef hann greiddi ekki yrði hann dæmdur í átta ára fangelsi til viðbótar.

Taktouk áfrýjaði ákvörðuninni og tókst að fella niður viðbótarrefsinguna, en ekki að koma í veg fyrir að fyrrverandi heimili hans yrði selt Semaan og Fabregas.

Nú hefur nýtt eignaupptökumál leitt til þess að honum er gert að greiða 1,3 milljónir punda.

Saksóknarinn Kennedy Talbot KC sagði: „Við höfum náð samkomulagi sem liggur nú fyrir dómstólum,“ án frekari skýringa á því hvernig upphæðin var ákveðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Í gær

Rooney ætlar að þegja eftir að hafa mætt Van Dijk í beinni – Telur sig hafa komið Liverpool á skrið

Rooney ætlar að þegja eftir að hafa mætt Van Dijk í beinni – Telur sig hafa komið Liverpool á skrið
433Sport
Í gær

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“