fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 16:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson segir ljóst að Viktor Bjarki Daðason, 17 ára gamall framherji FC Kaupmannahafnar í Danmörku, verði A-landsliðsmaður í framtíðinnni. Hans tími er þó ekki kominn enn.

Viktor hefur slegið í gegn með aðalliði FCK undanfarið. Skoraði hann til að mynda gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Því hafði verið velt upp hvort Arnar myndi kalla hann inn í landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn Aserbaísjan og Úkraínu, en svo verður ekki og Viktor verður áfram hluti af U-19 ára landsliðinu.

„Ég hef miklar mætur á ungum leikmönnum. Hann er ekki bara í dönsku deildinni heldur stærsta sviðinu, Meistaradeildinni, að gera mjög góða hluti. En ég hef verið ánægður með mína framherja hingað til og þá væri hann að taka sæti einhvers annars, það þyrfti að koma honum inn í eitthvað ákveðið leikkerfi og þar fram eftir götunum,“ sagði Arnar um málið í dag.

video
play-sharp-fill

„Það þarf líka að hugsa út í önnur landslið okkar, er betra að hafa hann þar til að halda sinni þróun sem leikmaður áfram. Það er ferli innan KSÍ sem hefur sannað sig, hans tími mun klárlega koma en ekki í þetta skiptið.“

Arnar var spurður að því hvort ekki væri hægt að líkja Viktori við Orra Stein landsliðsfyrirliða, sem einnig sló í gegn með FCK ungur áður en hann var seldur til Real Sociedad á Spáni. Landsliðsþjálfarinn sló á létta strengi í leiðinni.

„Það er mjög auðvelt. Þeir eru að vísu gjörólíkir leikmenn en báðir að byrja hjá FCK ungir að árum og vekja mikla athygli. Það sem vekur athygli er líka gott bakland, sem hjálpar til. Hann virðist vera vel jarðbundinn strákurinn og er líka hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið.“

Fyrir þá sem ekki vita hafa einhverjir haldið því fram að það hjálpi leikmönnum við að komast í landsliðið að vera á mála hjá umboðsskrifstofunni Stellar, þar sem bróðir Arnars, Bjarki, starfar.

Ítarlegt viðtal við Arnar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
Hide picture