

Það vakti athygli þegar Match of the Day tók fyrir atvikið þar sem Djed Spence og Micky van de Ven hundsuðu Thomas Frank, stjóra Tottenham, eftir 0-1 tap liðsins gegn Chelsea á laugardagskvöld.
Báðir leikmenn hafa fengið gagnrýni fyrir hegðun sína, en Spence sérstaklega fyrir óþolinmæði og mótþróa. 25 ára varnarmaðurinn hefur nýlega unnið sér aftur sæti í enska landsliðinu og var undir eftirliti landsliðsþjálfarans Thomas Tuchel sem sat í stúkunni á Tottenham Hotspur Stadium.
Spence hefur áður fengið orðspor fyrir sjálfsörugga framkomu, meðal annars frá fólki í Middlesbrough, en Tuchel hefur lagt áherslu á samstöðu og hópanda fyrir HM í Bandaríkjunum næsta sumar.
Spence þarf ekki að bíða lengi eftir að vita hvort þetta hafi haft áhrif, nýr landsliðshópur verður kynntur á föstudag.