
Manchester United goðsögnin Gary Neville er efins um kaupin á framherjanum Benjamin Sesko eftir fyrstu vikur hans hjá félaginu.
Slóveninn var ekki áberandi þegar United gerði 2-2 jafntefli við Nottingham Forest um helgina. Hann kom frá RB Leipzig í sumar fyrir um 74 milljónir punda og hefur nú spilað fimm leiki án þess að skora.
„Ég er engu nær með hann. Hann er langt á eftir hinum sóknarmönnunum eins og Cunha og Mbeumo. Hann lítur klunnalega út og snertingin bregst honum oft. Fyrir svona upphæð vill maður sjá meira,“ segir Neville.
United hefur rifið sig vel í gang undanfarin í ensku úrvalsdeildinni, en liðið mætir Tottenham í næsta leik.