
Spænskir miðlar halda því fram að Barcelona vilji Harry Kane og að hann sé áhugasamur um að prófa nýtt ævintýri og ganga í raðir félagsins.
Kane er á mála hjá Bayern Munchen, þar sem hann hefur raðað inn mörkum undanfarin rúm tvö ár. Hann er samningsbundinn til 2027 en má fara fyrir tæpar 60 milljónir punda næsta sumar.
Hefur enski framherjinn verið orðaður við endurkomu til heimalandsins en Barcelona er á eftir framherja til að fylla skarð Robert Lewandowski, sem fer líklega næsta sumar.
Kane yrði fullkominn arftaki að mati Börsunga en hindrunin sem gæti staðið í þeirra vegi er eins og venjulega af fjárhagslegum toga.