
Milos Milojevic hefur verið látinn fara frá Al-Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir slæma frammistöðu liðsins.
Milos tapaði leiknum gegn Al-Ain um helgina og reyndist það hans banabiti í starfi.
Serbinn hefur auðvitað stýrt Víkingi og Breiðabliki hér á landi og einni getið sér gott orð í Svíþjóð og heimalandinu.
Milos tók við Al-Sharjah í sumar.