

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virðist hafa unnið virðingu leikmanna sinna á óvenjulegan hátt, með því að brjóta sjónvarp í reiði á síðasta tímabili.
Samkvæmt The Telegraph missti Portúgalinn stjórn á skapi sínu eftir 3-1 tap gegn Brighton á Old Trafford í janúar.
Amorim, sem átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili, var orðinn svo svekktur að tár mynduðust í augum hans áður en hann öskraði á leikmennina og sló óvart í gegnum sjónvarpsskjá.
Atvikið kom sumum leikmönnum í opna skjöldu, en aðrir sögðust hafa öðlast meiri virðingu fyrir honum eftir að sjá hversu mikið honum lá á hjarta.
Tímabilið var þó skelfilegt, United endaði í 15. sæti, tapaði 18 leikjum og féll úr leik í úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Tottenham. Amorim kallaði það síðar „hörmungartímabil“ í ræðu á vellinum.
Atvikið minnti marga á hárblásara reiði Sir Alex Ferguson.