fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Eru komnir í baráttu við félög í Mið-Austurlöndum um undirskrift Modric

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. nóvember 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luka Modric eldist eins og gott rauðvín og hefur hann heillað hjá AC Milan eftir komu sína í sumar.

Miðjumaðurinn er orðinn fertugur og kvaddi hann Real Madrid sem goðsögn í sumar. Hefur hann staðið sig frábærlega í nýju umhverfi á Ítalíu.

Modric samdi við Milan til eins árs og verður því samningslaus í sumar. Samningurinn inniheldur þó ákvæði um eins árs framlengingu.

Það er Króatinn sjálfur sem velur það hvort það ákvæði verði virkjað og Milan liggur nú á bæn um að svo verði.

Ástæðan er sú að félög með mikla peninga í Sádi-Arabíu og Katar eru að reyna að freista Modric um að koma næsta sumar.

Þess má geta að Modric hefur áður hafnað Sádí, þá til að vera áfram hjá Real Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið