
Samkvæmt helstu miðlum hefur Roberto Mancini, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu, samþykkt að taka við sem nýr þjálfari Al-Sadd í Katar.
Mancini, sem lét af störfum sem þjálfari landsliðs Sádi-Arabíu fyrir rúmu ári, tekur við liðinu af Felix Sanchez, sem var látinn fara 15. október. Sergio Alegre hefur stýrt liðinu tímabundið síðan.
Mancini hafi skrifað undir samning sem gildir til loka tímabilsins og er hann því að snúa aftur til Mið-Austurlanda eftir stutt hlé frá þjálfun.
Mancini, sem stýrði auðvitað einnig Manchester City og fleiri stórliðum, hefur verið að skoða möguleg verkefni á Ítalíu en ekki fundið rétta tækifærið þar.