
Goðsögn Roma Daniele De Rossi er að taka við Genoa eftir að Patrick Vieira var rekinn fyrr í vikunni.
De Rossi skrifa undir samning til loka tímabilsins, með möguleika á framlengingu ef honum tekst að halda liðinu uppi í Serie A. Genoa situr nú í 18. sæti deildarinnar með aðeins sex stig eftir tíu umferðir.
De Rossi lék yfir 600 leiki fyrir Roma á leikmannaferlinum. Hefur hann einnig stýrt liðinu, sem og Spal, á þjálfarferlinum.
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson er á mála hjá Genoa.