fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 10:30

Frá London. Colin / Wikimedia Commons / CC BY-SA-4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska lögreglan hefur staðfest að Destiny Udogie, varnarmaður Tottenham, sé leikmaðurinn sem varð fyrir hótunum af hálfu knattspyrnuumboðsmanns, þar sem byssa kom við sögu.

Atvikið átti sér stað í Barnet í norðurhluta Lundúna þann 6. september þegar umboðsmaður sem Udogie hafði nýverið sagt skilið við veittist að honum og fjölskyludmeðlim. Á hann að vera ósáttur við að leikmaðurinn hafi slitið samstarfi þeirra.

Getty Images

Samkvæmt BBC og Telegraph var umboðsmaðurinn síðar handtekinn í Hertfordshire og yfirheyrður vegna gruns um vopnaburð, fjárkúgun og akstur án ökuskírteinis. Hann var síðar látinn laus gegn tryggingu en málið er enn til rannsóknar.

Í yfirlýsingu lögreglunnar kom fram að engin meiðsli hefðu orðið í tengslum við málið.

Udogie, sem er landsliðsmaður Ítalíu, gekk til liðs við Tottenham frá Udinese árið 2022 fyrir 15 milljónir punda og hefur spilað 76 leiki fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Í gær

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Í gær

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi