fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Vonar að Palmer fari til Spánar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. október 2025 15:00

Cole Palmer í baráttunni við Hákon Arnar Haraldsson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi framherji Manchester City og spænska landsliðsins, Alvaro Negredo, vill sjá Cole Palmer, stjörnu Chelsea, fara í enn stærra félag, til Real Madrid í framtíðinni.

Palmer, sem City seldi til Chelsea haustið 2023 fyrir rúmlega 40 milljónir punda, hefur sannað sig sem einn af bestu leikmönnum úrvalsdeildarinnar. Hann hefur skorað 45 mörk og lagt upp 29 í 101 leik fyrir Lundúnaliðið.

Á þessu tímabili hefur hinn 23 ára gamli Palmer þó átt erfitt uppdráttar vegna nárameiðsla og hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum.

„Cole Palmer er frábær leikmaður. Chelsea er stórt félag, en ég sé hann hjá Real Madrid. Hann hefur tækni, styrk, og frábæra sendingagetu. Hann er leikmaður sem hvert lið í heiminum myndi vilja hafa,“ sagði Negredo.

Palmer er samningsbundinn Chelsea næstu átta árin eftir að hafa framlengt samning sinn síðasta sumar og yrði því ansi dýrt fyrir Real Madrid að fá hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furða sig á háu miðaverði í Vesturbænum – „Helvíti vel í lagt“

Furða sig á háu miðaverði í Vesturbænum – „Helvíti vel í lagt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ödegaard dregur sig úr hópnum

Ödegaard dregur sig úr hópnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

City staðfestir launahækkun og lengri samning

City staðfestir launahækkun og lengri samning
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ósáttur með framkomu Manchester United – Hættu að bjóða honum góðan daginn

Ósáttur með framkomu Manchester United – Hættu að bjóða honum góðan daginn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift