fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Jakob færir sig um set á Norðurlandinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. október 2025 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Héðinn Róbertsson, ungur leikmaður Völsungs, er genginn í raðir KA. Skrifar hann undir samning til 2028.

Þetta staðfestu bæði félög fyrir skömmu, en Jakob hefur heillað í grænu treyjunni undanfarin ár. Skoraði hann tíu mörk í Lengjudeildinni í sumar, þar sem Völsungur kom á óvart og hélt sér ansi þægilega uppi.

Tilkynning Völsungs
Jakob Héðinn kveður okkur Völsunga og gengur til liðs við KA, ljóst er að KA menn ætla halda áfram að gera það sem virkar, hafa nóg af Völsungum í liðinu sínu.

Jakob Héðinn hefur leikið fyrir Völsung allt sitt líf og kemur upp úr okkar öfluga yngri flokka starfi. Jakob spilaði sína fyrstu leiki 2021 þá á 16. aldursári.

Jakob hefur átt góð síðustu ár í grænu treyjunni og átt til að mynda stóran þátt í að koma liðinu upp úr 2.deildinni á síðasta ári.

Í sumar skoraði hann 10 mörk í lengjudeildinni í 22 leikjum ásamt því að skora 3 mörk í bikarkeppninni. Í lok tímabils var hann síðan valinn besti leikmaður liðsins. Samtals hefur Jakob leikið 130 leiki í deild,bikar og deildarbikar og skorað í þeim 29 mörk.

Við hjá Völsungi þökkum Jakobi kærlega fyrir tímann og sjáumst aftur síðar. Gangi þér vel á nýjum slóðum.

Tilkynning KA
Knattspyrnudeild KA hefur borist góður liðsstyrkur en Jakob Héðinn Róbertsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið og er því samningsbundinn út sumarið 2028. Jakob hefur vakið verðskuldaða athygli með liði Völsungs og verður virkilega spennandi að fylgjast með framgöngu hans í gula og bláa búningnum.

Jakob sem er tvítugur var valinn besti leikmaður Völsungs á nýliðnu sumri en Jakob fór fyrir skemmtilegu liði þeirra grænklæddu sem áttu frábært sumar í Lengjudeildinni þar sem liðið endaði þvert á spár sérfræðinga í 7. sæti deildarinnar. Jakob var meðal markahæstu manna deildarinnar en hann gerði alls 10 mörk auk þriggja marka í Mjólkurbikarnum.

Jakob sem kemur úr Bárðardal hefur leikið allan sinn feril með Völsung en hann var enn 15 ára gamall er hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik og þá gerði hann sitt fyrsta mark þremur dögum eftir 16 ára afmæli sitt er hann tryggði 2-1 sigur Völsungs á Leikni F. í Mjólkurbikarnum en markið gerði Jakob í framlengingu. Hann hefur í kjölfarið unnið sig í stærra og stærra hlutverk í liði Völsungs sem komst uppúr 2. deildinni sumarið 2024 og endaði eins og áður segir í 7. sæti Lengjudeildarinnar í ár.

Með komu sinni í KA fetar Jakob í fótspor föður síns en faðir hans, Róbert Ragnar Skarphéðinsson, lék með KA á árunum 1997-2002. Sumarið 2001 tryggði KA sér aftur sæti í deild þeirra bestu og endaði svo í 4. sæti efstudeildar sumarið 2002 sem tryggði KA sæti í Evrópu í annað skiptið í sögu félagsins.

Eðlilega skapaðist mikill áhugi á Jakobi eftir framgöngu hans í sumar og er það afar jákvætt að hann hafi valið að ganga í raðir KA. Jakob er ákaflega spennandi leikmaður sem við trúum að muni eflast enn frekar í okkar metnaðarfulla umhverfi og klárt að hann hefur allt að bera til að verða enn ein stjarnan í KA sem kemur frá Völsung. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í KA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sökuð um ógeðsleg ummæli í garð keppanda í vinsælum þætti á BBC

Sökuð um ógeðsleg ummæli í garð keppanda í vinsælum þætti á BBC
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klámstjarna birtir mynd sem vekur athygli – Varpar ljósi á heimsfrægan kærasta

Klámstjarna birtir mynd sem vekur athygli – Varpar ljósi á heimsfrægan kærasta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til breytingar á deild þeirra bestu – Verið að hjálpa stóru strákunum

Leggur til breytingar á deild þeirra bestu – Verið að hjálpa stóru strákunum
433Sport
Í gær

Tómas segir gamanið hafa kárnað þegar þessi aðili blandaði sér í málið – „Ég þoli hann ekki“

Tómas segir gamanið hafa kárnað þegar þessi aðili blandaði sér í málið – „Ég þoli hann ekki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola ánægður með gremju Haaland í viðtölum

Guardiola ánægður með gremju Haaland í viðtölum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tómas segir þrjósku hafa orðið til brottrekstursins – „Þó þetta sökki“

Tómas segir þrjósku hafa orðið til brottrekstursins – „Þó þetta sökki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tómas sleginn yfir uppsögn Davíðs – „Ég ætla þá rétt að vona það“

Tómas sleginn yfir uppsögn Davíðs – „Ég ætla þá rétt að vona það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?