Bayern Munchen hefur staðfest að samningaviðræður séu hafnar við franska varnarmanninn Dayot Upamecano eftir miklar vangaveltur um framtíð hans á Allianz Arena.
Forseti félagsins, Herbert Hainer, segir að báðir aðilar vilji halda samstarfinu áfram og að von sé um að nýr samningur verði undirritaður á næstunni.
Núverandi samningur Upamecano rennur út sumarið 2026 og hafa viðræður staðið í stað vegna launamála. Bayern vill forðast að endurtaka mistökin eftir að hafa misst Leroy Sane á frjálsri sölu fyrr á árinu, og hefur gert það að forsgangsmáli að semja við Frakkann.
Hinn 26 ára gamli Upamecano hefur verið lykilmaður í liðinu undir stjórn Vincent Kompany og með betri varnarmönnum í Þýskalandi.
Upamecano hefur til að mynda verið orðaður við Liverpool, Real Madrid og Paris Saint-Germain. Má hann semja við önnur félög í janúar um að fara þangað frítt eftir tímabil.