

Roma, undir stjórn Gian Piero Gasperini, er í toppbaráttu í ítölsku Serie A en glímir við markaskort sem gæti reynst dýrkeyptur.
Þrátt fyrir að vera jafnt Napoli á toppnum hafa framherjarnir Artem Dovbyk og Evan Ferguson aðeins skorað eitt mark samanlagt, það kom frá Dovbyk gegn Verona fyrir mánuði síðan.
Félagið er því þegar farið að undirbúa sig fyrir janúargluggann og skoðar nú möguleika bæði innan Ítalíu og erlendis. Framtíð Dovbyk og Ferguson er óviss, sá fyrrnefndi var á sölulista í sumar og gæti farið í vetur, á meðan Ferguson er á láni með kauprétt en hefur lítið gert vart við sig.
Efstur á óskalista er Joshua Zirkzee, sem er sagður ósáttur hjá Manchester United eftir að hafa spilað aðeins 90 mínútur á tímabilinu. Hollendingurinn, sem United greiddi Bologna 42 milljónir evra fyrir, er sagður opinn fyrir endurkomu til Ítalíu.
Ricky Massara, íþróttastjóri Roma, hefur þó fleiri nöfn á blaði, þar á meðal Arnaud Kalimuendo hjá Nottingham Forest, Nígeríumanninn Promise David hjá Union Saint-Gilloise og fleiri.