fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

433
Fimmtudaginn 30. október 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, er alfarið á móti því að talað sé um bakfallsspyrnu í stað hjólhestaspyrnu í umfjöllum um slíkt athæfi í fótbolta.

Víðir starfar á Morgunblaðinu og skrifaði pistil um þetta í blaðið í gær, í tilefni að umfjöllun um hjólhestaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar er hann var hársbreidd frá því að tryggja Breiðabliki Evrópusæti gegn Stjörnunni.

„Íslandsmótinu í fótbolta 2025 lauk á sunnudaginn þegar Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks átti magnaða hjólhestaspyrnu í þverslá Stjörnumarksins. Ef hann hefði skorað, hefðu Blikar fengið bronsverðlaun og Evrópusæti á næsta ári, en fyrst boltinn small í slánni og þaðan út er það Stjarnan sem hreppir það hnoss. Ótrúlegur endir á skemmtilegu móti.

Þið tókuð kannski eftir því að ég sagði „hjólhestaspyrna“ en ekki „bakfallsspyrna“. Síðarnefnda orðið hefur verið að læða sér inn í íslenskuna á seinni árum – sem er miður. Þetta er tilfinningalaust stofnanamál og algjörlega óþarft,“ skrifaði Víðir.

Víðir segir að knattspyrnumaðurinn sjálfur myndi aldrei samþykkja að nota orðið bakfallsspyrna um mark sem hann skorar með hjólhestaspyrnu.

„Hver haldið þið að segi: „Ég skoraði með bakfallsspyrnu,“ eftir að hafa framkvæmt þessa erfiðu en glæsilegu athöfn á fótboltavellinum eða æfingasvæðinu? Því miður læddist þetta orð inn í umfjöllun Morgunblaðsins í gær en það gerist vonandi ekki aftur!

Hjólhestaspyrnan lýsir tilþrifum leikmannsins á myndrænan hátt, hann hjólar í loftinu um leið og hann freistar þess að spyrna knettinum aftur fyrir sig. Þetta er komið úr ensku eins og flest annað sem tengist fótboltanum (bicycle kick) og íslenska þýðingin er frábær en hjólhestur er gamla orðið yfir reiðhjól og var víst fyrst notað á prenti hér á landi árið 1887.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn gerir enga breytingu

Þorsteinn gerir enga breytingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Í gær

Stórar breytingar á VAR í kortunum – Einnig verður settur tímarammi á innkast

Stórar breytingar á VAR í kortunum – Einnig verður settur tímarammi á innkast
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði