fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Kominn með nóg af slæmu gengi og reynir aftur að fara

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. október 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lucas Paqueta vill yfirgefa West Ham United í janúarglugganum eftir martröðarbyrjun liðsins á tímabilinu, samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Brasilíski landsliðsmaðurinn var hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl í sumar eftir tveggja ára rannsókn hjá enska knattspyrnusambandinu. Aston Villa reyndi að fá leikmanninn í kjölfarið, en tilboðinu var hafnað þar sem stjórn West Ham taldi of seint að selja hann.

Lundúnaliðið hefur áður verið opið fyrir sölu á Paqueta, en vill fá að minnsta kosti 60 milljónir punda fyrir hann.

Þessi 28 ára gamli miðjumaður hefur ekki náð sér á strik á þessu tímabili og aðeins skorað tvö mörk, en West Ham situr í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Nýi stjóri liðsins, Nuno Espirito Santo, hefur ekki unnið leik frá því hann tók við í síðasta mánuði og stuðningsmenn eru verulega ósáttir með ástandið.

Hópur stuðningsmanna hyggst standa fyrir mótmælum eftir leik liðsins gegn Newcastle United á sunnudag.

West Ham stefnir á að styrkja liðið í janúar, en þarf að selja leikmenn til að afla fjár. Paqueta gæti því verið lykillinn að því að fjármagna ný kaup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn gerir enga breytingu

Þorsteinn gerir enga breytingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Í gær

Stórar breytingar á VAR í kortunum – Einnig verður settur tímarammi á innkast

Stórar breytingar á VAR í kortunum – Einnig verður settur tímarammi á innkast
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði