fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Stórar breytingar á VAR í kortunum – Einnig verður settur tímarammi á innkast

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. október 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlega knattspyrnureglunefndin (IFAB) hyggst kynna stórar breytingar á VAR-kerfinu í aðdraganda Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu næsta sumar.

Samkvæmt breskum miðlum var ákveðið á fundi nefndarinnar í vikunni að VAR verði framvegis heimilt að grípa inn í þegar leikmaður fær ranga aðvörun, þ.e. annað gult spjald sem leiðir til brottvísunar.

Ef breytingin verður samþykkt formlega mun hún taka gildi 1. júlí 2026, en FIFA stefnir á að hraða innleiðingunni þannig að nýja reglan verði notuð strax á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó, sem hefst 11. júní.

VAR hefur hingað til aðeins mátt grípa inn í við „lykil atvik“ eins og mörk, vítaspyrnur og beint rautt spjald. Nýja reglugerðin myndi því marka stærsta breytinguna á VAR-kerfinu frá því það var tekið upp.

Á sama fundi ræddu reglugerðaraðilar einnig leiðir til að hraða leikjum og draga úr tímasóun. Þar kom meðal annars til umræðu að setja tímamörk á innköst, þar sem leikmenn eru farnir að nýta þau til að tefja leik. Hugmyndin er svipuð þeirri reglu sem takmarkar hversu lengi markverðir mega halda boltanum.

IFAB tekur endanlega ákvörðun á ársfundinum í Cardiff í febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Arsenal – Tveir lykilmenn meiddir og ekki með í kvöld

Áfall fyrir Arsenal – Tveir lykilmenn meiddir og ekki með í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ratcliffe mun ekki leyfa Amorim að sækja stórstjörnuna

Ratcliffe mun ekki leyfa Amorim að sækja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman
433Sport
Í gær

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða