

Sigurður Egill Lárusson er farin að fá tilboð á borð sitt eftir að hann fékk ekki boð um að vera áfram hjá Val, hann kvaddi félagið eftir þrettán ára veru á Hlíðarenda.
Sagt var frá því í Þungavigtinni í dag að Sigurður væri komin með tilboð á borðið frá Þór Akureyri sem er komið í Bestu deildina.

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA og sérfræðingur þáttarins sagði að tilboðið væri svakalegt, sagði hann að það væri í líkingu við þann pakka sem Birnir Snær Ingason fékk hjá Stjörnuna. Talað er um að Birnir fá meira en 2 milljónir á mánuði í Garðabæ, sankölluð ráðherralaun í Bestu deild karla.
Sigurður er 33 ára gamall vinstri bakvörður og kantmaður er með fleiri kosti á borði sínu en samkvæmt heimildum 433.is hefur Víkingur sýnt honum áhuga, Sigurður ólst upp í Víkinni áður en hann fór í Val.
Samkvæmt sömu heimildum hafa Stjarnan, Fram og Þróttur einnig sýnt Sigurði Agli áhuga og ljóst því að hann hefur marga kosti á borði sínu, hins vegar er ekki talið að Sigurður taki ákvörðun á næstu dögum.