
Brendan Rodgers gæti verið á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa sagt af sér sem stjóri Celtic.
Rodgers sagði starfi sínu lausu á mánudag eftir 3–1 tap gegn toppliði Hearts sem setur liðið átta stigum frá toppi skosku úrvalsdeildarinnar.
Brottför hans hefur vakið mikla athygli í Skotlandi, sérstaklega eftir að einn eigandi félagsins, Dermot Desmond, sendi frá sér bréf þar sem hann sakaði Rodgers um að hafa skapað eitrað andrúmsloft innan félagsins.
Samkvæmt Football Insider er Wolves líklegasta félagið til að bjóða Rodgers sitt næsta starf, þar sem stjórinn Vitor Pereira er undir mikilli pressu eftir ömurlega byrjun á tímabilinu.
Rogers stýrði áður Leicester, Liverpool, Swansea, Reading og Watford á Englandi.