Chelsea er sagt undirbúa nýjan og betri samning fyrir miðjumanninn Moises Caicedo í kjölfar áhuga Real Madrid á honum.
Ekvadorinn hefur verið einn af bestu leikmönnum liðsins á tímabilinu og vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sínu á miðjunni.
Því hefur Real Madrid tekið eftir en stjórn Chelsea vill bregðast strax við áhuga spænsak risans með því að bjóða Caicedo betri samning.
Caicedo, sem er 23 ára, er nú þegar samningsbundinn félaginu til ársins 2031, en nýr samningur myndi aðallega undirstrika gríðarlegt mikilvægi hans á Stamford Bridge.
Caicedo kom til Chelsea frá Brighton árið 2023 fyrir um 115 milljónir punda.