Antonio Conte, þjálfari Napoli, virtist kasta smá pillu á Manchester United eftir að leikmaður liðsins, Rasmus Højlund, tryggði Napoli 2-1 sigur gegn Genoa á sunnudag.
Danski framherjinn, 22 ára, skoraði sitt fjórða mark í aðeins sex leikjum fyrir Napoli, en hann skoraði aðeins tíu mörk í 52 leikjum fyrir Manchester United á síðasta tímabili.
Højlund hefur sýnt endurnýjað líf eftir að hann kom á lánssamningi með kaupskyldu frá United í sumar, eftir erfitt tímabil á Old Trafford þar sem hann náði sér aldrei almennilega á strik.
Hann hefur myndað góða tengingu við Kevin De Bruyne, sem einnig kom til liðsins í sumar, og vonast nú til að loks standast þær væntingar sem gerðar voru til hans.
Eftir sigurinn gegn Genoa gaf Conte í skyn að Højlund hefði ekki verið rétt nýttur hjá United. „Hann er 22 ára og eyddi miklum tíma á bekknum hjá Manchester United,“ sagði Conte við Gazzetta dello Sport.
„Hann hefur mikið svigrúm til að bæta sig, þarf að vinna hörðum höndum en hann hefur hæfileika til að verða stórstjarna og er að sýna það núna.“