fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Grétar Snær sleppur eftir að hafa veifað hnefanum í Víkinni í gær – KSÍ getur ekkert gert

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. október 2025 14:34

Það var gleði í Víkinni í gærkvöldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málskostnefnd KSÍ getur ekkert aðhafst út í atvik sem átti sér stað í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í gær. Ástæðan er sú að dómari leiksins dæmdi leikbrot. Þetta fékk 433.is staðfest frá Axeli Kára Vignissyni, lögfræðingi KSÍ.

Mjög athyglisvert atvik átti sér stað seint í leiknum þegar Grétar Snær Gunnarsson leikmaður FH mætti inn í teiginn í hornspyrnu, mundaði Grétar hnefana og reyndi að kýla til leikmanns Víkings.

Helgi Mikael Jónasson, þá dómari leiksins dæmdi brot en gerði ekkert meira í atvikinu. Í sjónvarpinu mátti sjá að Helgi hefði líklega átt að reka Grétar í sturtu en hann slapp með skrekkinn.

Málskostnefnd KSÍ starfar eftir reglum aga og úrskurðarnefndar, getur sú nefnd aðeins tekið atvik til greina ef dómarinn sér það ekki í leiknum og tekur ekki afstöðu til þess.

Í þessu tilviki dæmdi Helgi Mikael brot og því getur nefndin ekkert aðhafast í því. Grétar Snær þarf því ekki að óttast að málið verði tekið upp og hann þá dæmdur í leikbann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ödegaard dregur sig úr hópnum

Ödegaard dregur sig úr hópnum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fær rándýr stjarna Liverpool undankomuleið strax eftir hörmulega byrjun?

Fær rándýr stjarna Liverpool undankomuleið strax eftir hörmulega byrjun?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víkingur er Íslandsmeistari árið 2025

Víkingur er Íslandsmeistari árið 2025
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svekktur að sjá ekki Gylfa Þór í landsliðshópnum – Nefnir mann sem hefði mátt víkja í staðinn

Svekktur að sjá ekki Gylfa Þór í landsliðshópnum – Nefnir mann sem hefði mátt víkja í staðinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ósáttur með framkomu Manchester United – Hættu að bjóða honum góðan daginn

Ósáttur með framkomu Manchester United – Hættu að bjóða honum góðan daginn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum miðjumaður United gæti tekið tímabundið við verði Amorim rekinn

Fyrrum miðjumaður United gæti tekið tímabundið við verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ornstein fullyrðir að United sé ekkert að ræða það að reka Amorim

Ornstein fullyrðir að United sé ekkert að ræða það að reka Amorim