Nico O’Reilly, leikmaður Manchester City, hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn í fyrsta sinn vegna meiðsla Reece James.
James hefur dregið sig úr hópnum en hinn tvítugi O’Reilly kemur inn í hans stað og gæti leikið sína fyrstu landsleiki gegn Wales, sem er vináttulandsleikur, og í undankeppni HM gegn Lettlandi.
Joining up with the #ThreeLions for the first time! 👍 pic.twitter.com/ooS8pAOL7J
— England (@England) October 6, 2025
O’Reilly er að upplagi miðjumaður en hefur honum verið breytt í bakvörð í kerfi Pep Guardiola hjá City. Hefur hann komið afar vel inn í liðið á leiktíðinni og spilar stóra rullu.
England er svo gott sem komið inn á HM, er með sjö stiga forskot á toppi riðilsins þegar flest lið eiga eftir að spila þrjá leiki.