fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeildin: PSG vann í Katalóníu – Hojlund skoraði tvö og Arsenal vann sigur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. október 2025 20:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi leikja fór fram í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Newcastle gerði góða ferð til Belgíu og vann 0-4 sigur á Union, Anthony Gordon skoraði tvö marka liðsins.

Arsenal marði sigur á Olympiakos á heimavelli þar sem Gabriel Martinelli skoraði fyrsta mark leiksins eftir tólf mínútur. Liðið fékk nokkuð af færum en tókst ekki að nýta þau fyrr en í uppbótartíma þegar Bukayo Saka skoraði.

Stórleikur kvöldsins fór fram í Katalóníu þar sem PSG vann 1-2 sigur, Ferran Torres kom Barcelona yfir áður en ungstirnið Senny Mayulu jafnaði eftir 38 mínútur. Það var svo Goncalo Ramos sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma

Manchester City taldi sig vera með sigur í höfn gegn Monaco þegar ódýr vítaspyrna var dæmd á liðið í uppbótartíma, Eric Dier fór á punktinn og skoraði. 2-2 niðurstaðan en Erling Haaland skoraði bæði mörk City í leiknum.

Napoli vann 2-1 sigur á Sporting Lisbon þar sem Rasmus Hojlund skoraði bæði mörkin en Kevin de Bruyne lagði þau upp fyrir danska framherjann.

Önnur úrslit kvöldsins:
Qarabag 2- 0 FCK
Leverkusen 1-1 PSV
Dortmund 4 – 1 Athletic Bilbao
Villarreal 2 – 2 Juventus

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt