fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum hetja Liverpool úrskurðuð gjaldþrota

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. október 2025 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska fótboltagoðsögnin John Barnes hefur verið lýstur gjaldþrota eftir að fyrirtæki hans safnaði skuldum upp á yfir 1,5 milljónir punda.

Fyrrum landsliðsmaðurinn, sem er 61 árs gamall, rak fyrirtækið John Barnes Media Limited sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt bresku skattyfirvöldum (HMRC) safnaði fyrirtækið miklum skuldum áður en það fór í þrot.

Gjaldþrotatilkynningin birtist opinberlega í London Gazette í dag. Tilkynningin kemur í kjölfar gjaldþrotabeiðni sem HMRC lagði fram í byrjun ágúst, og Hæstiréttur í London samþykkti þann 23. september.

Barnes, sem er búsettur í Wirral á Merseyside, var titlaður sem fyrrverandi knattspyrnumaður í opinberu skjölunum.

Nýjasta skýrsla slitastjóra sýnir að fyrirtækið skuldaði HMRC 776.878 pund í vangoldin virðisaukaskatt, tryggingargjaldi og staðgreiðslu. Þá skuldar það einnig 461.849 pund til ótryggðra kröfuhafa, 226.000 pund í stjórnendalán og 56.535 pund í kostnað við slitameðferðina.

Barnes hefur síðustu átta ár greitt niður skuldir sínar til HMRC, en í síðasta mánuði kom í ljós að hann stæði frammi fyrir nýrri gjaldþrotabeiðni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hilmar McShane ráðinn til Vals

Hilmar McShane ráðinn til Vals
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingur hefur þetta að segja um dóminn umdeilda í gær

Sérfræðingur hefur þetta að segja um dóminn umdeilda í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonast til að verða ungu fólki innblástur eftir að hafa gengið í gegnum hörmungar á Old Trafford

Vonast til að verða ungu fólki innblástur eftir að hafa gengið í gegnum hörmungar á Old Trafford