fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Dollan á leið aftur í Víkina eftir bilaða dramatík í Garðabæ – Geta orðið meistarar næstu helgi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. september 2025 21:14

Valdimar Þór Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur er komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatík í Garðabæ. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði sigurmarkið á 96 mínútu.

Örvar Eggertsson kom Stjörnunni yfir strax á annari mínútu en nokkrum mínútum síðar jafnaði Helgi Guðjónsson fyrir gestina.

Það var svo Nikolaj Hansen sem kom gestunum úr Víkinni yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Allt stefndi í sigur Víkings og að liðið væri komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn þegar Stjarnan jafnaði.

Örvar var harður í vítateig Víkings og jafnaði með marki eftir fyrirgjöf og héldu flestir að stigið væri komið í hús.

Á 96 mínútu missti Samúel Kári Friðjónsson boltann í öftustu línu og Valdimar Þór Ingimundarson fór einn í gegn og skoraði. Sigurinn í höfn og Víkingar svo gott sem orðnir Íslandsmeistarar.

Víkingur er með sjö stiga forskot á Stjörnuna og Val þegar þrír leikir eru eftir og getur orðið Íslandsmeistari næstu helgi gegn FH. Með sigri þar verður Víkingur Íslandsmeistari í þriðja sinn á fimm árum og nú á fyrsta tímabili Sölva Ottesen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Í gær

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt