fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. september 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það logar allt í græna hluta Kópavogs, stuðningsmenn Breiðabliks eru ósáttir með gengi karlaliðs félagsins og formaður knattspyrnudeildar reynir að slökkva bálið með því að svara fyrir hlutina.

Stuðningsmenn Breiðabliks misstu margir hreinlega vitið í gær þegar liðið tapaði 3-0 á Akranesi gegn neðsta liða deildarinnar, ekki var það bara tapið heldur sú staðreynd að liðið á varla nokkurn möguleika á að berjast við efstu lið deildarinnar.

Spjótin eru farin að beinast að Halldóri Árnasyni, þjálfara liðsins. Breiðablik hefur frá því í júlí átt í stökustu vandræðum með að vinna leiki og hefur ekki unnið leik þar síðan 19. júlí gegn Vestra. Sex deildarleikir í röð án sigurs.

Á meðan þetta slæma gengi í deildinni hefur verið í gangi ákvað félagið að framlengja við Halldór. Sá samningur er umdeildur á meðal stuðningsmanna en einnig meðal æðstu ráðamanna Breiðabliks, samkvæmt heimildum 433.is. Halldór hefur hins vegar unnið frábært starf í Smáranum, fyrst sem aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar og síðan sem þjálfari liðsins.

Samkvæmt heimildum 433.is voru það tveir aðilar úr meistaraflokksráði karla sem ákváðu að gefa Halldóri nýjan samning til ársins 2028, aðrir voru ekki með í ráðum þegar þetta gengið var frá því. Alfreð Finnbogason tæknilegur ráðgjafi félagsins og Tanja Tómasdóttir, framkvæmdarstjóri félagsins voru meðal annars ekki með í ráðum. Hefur þetta vakið furðu æðstu ráðamanna í Smáranum.

Framkvæmdarstjórinn var samkvæmt heimildum 433.is ósátt með málið og hvernig að því var staðið, lét hún þá óánægju í ljós við annan aðilinn sem sá um að framlengja samning Halldórs. Er þetta hlutur sem stuðningsmenn Breiðabliks ræða nú mikið á opinberum vettvangi.

Halldór gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum á síðustu leiktíð og kom liðinu í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum þar sem 500 milljónir koma inn í reksturinn.

Stuðningsmenn láta í sér heyra:

Í Facebook hópi stuðningsmanna Breiðabliks láta margir í sér heyra. „Þegar illa gekk hjá Óskari og liðið náði ekki í úrslit, voru þeir samt að spila skemmtilegan sóknarbolta og það var gaman að horfa á liðið. Núna er þetta algjört þrot – leiðinlegasta liðið í deildinni að horfa á. Svo þegar svona illa fór að ganga, var þjálfarinn kallaður á fund og boðinn nýr samningur til 2028. Hvað lá á hann var með samning út næsta tímabil?,“ skrifar Bjarni Antonsson um málið.

Gunnar Breiðfjörð tekur í svipaðan streng en Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar svarar honum. „Er það þín skoðun að þjálfarinn sem gerði okkur að Íslandsmeisturum í fyrra og erum búinn að koma liðinu í Sambandsdeildina ,,ráði ekki við starfið“ ?,“ skrifar Flosi.

Brynjar Atli Bragason markvörður liðsins blandar sér svo í málið. „Væri ekki tilvalið að skella sér á völlinn það sem eftir er af tímabilinu og styðja við bakið á liðinu? Annars er ég þakklátur fyrir alla þá 40 sem mættu úr næst-stærsta bæjarfélagi landsins og studdu okkur í kvöld,“ skrifar Brynjar og ljóst að þessi pilla gæti farið öfugt ofan í marga stuðningsmenn liðsins en leikurinn gegn ÍA hófst klukkan 17:00 á Akranesi, því ljóst að margir voru enn fastir í vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift