fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Sverrir ræðir fjarveru sína á leiktíðinni – „Það er bara undir mér komið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Sverrir Ingi Ingason, lykilmaður íslenska landsliðsins, hefur ekkert komið við sögu í fyrstu leikjum nýs tímabils með Panathinaikos í Grikklandi. Hann er staðráðinn í að breyta því.

Miðvörðurinn er nú staddur með íslenska liðinu í París, þar sem liðið mætir Frakklandi í ansi krefjandi leik annað kvöld. Um annan leik í undankeppni HM er að ræða. Ísland vann frábæran 5-0 sigur á Aserbaísjan í fyrstu umferð en Frakkar unnu Úkraínu.

video
play-sharp-fill

Sverrir er ánægður að vera kominn til móts við landsliðið og að spila en vill hann auðvitað sjá stöðuna breytast þegar hann snýr aftur til Panathinaikos.

„Ég hef bara ekki verið að spila. Hann hefur bara verið að velja aðra. Svona er fótboltinn, stundum ertu inni og stundum ertu úti, það er bara undir mér komið (að koma mér aftur í liðið),“ segir Sverrir.

„Það er mjög flott fyrir mig að fá þessa leiki núna, koma mér af stað. Svo vonandi get ég farið að spila meira á næstu vikum, það er stefnan. Maður þarf að vera klár þegar kallið kemur.“

Ítarlegt viðtal við Sverri um komandi leik og fleira er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
Hide picture