Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Íslenska kvennalandsliðið skíttapaði gegn Noregi í lokaleik sínum á EM. Liðið fer því stigalaust af mótinu eftir að miklar væntingar höfðu verið gerðar til liðsins. Hér að neðan má sjá hvað netverjar sögðu um leikinn.
Nenni ekki að láta gaslýsa mig eftir þetta mót.
Þetta var hörmung frá a til ö.
Cecilía Rán á pari aðrar ekki.
Næst skrifum við söguna með HM sæti.#EMkvenna
— Max Koala (@Maggihodd) July 10, 2025
Leikurinn við Noreg í kvöld er fyrsti leikur Íslands af 16 í lokakeppni EM þar sem íslenska landsliðið skorar fleira en eitt mark í leik. Getum tekið það út úr þessu til að vera á jákvæðum nótum. Einn sigur, fjögur jafntefli og ellefu töp er hins vegar ekki eins jákvæð tölfræði.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) July 10, 2025
Einhver neisti í íslenska liðinu undanfarnar mínútur sem hefði mátt vera oftar í mótinu👏👏⚽️
— Eyfikr (@eyfikr) July 10, 2025
Varamenn Noregs að leika sér að okkur
Hélt að ég gæti ekki verið svekktari pic.twitter.com/5m1wOsXhHh
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) July 10, 2025
Eigum við ekki betri miðjumann en Hildi Antonsdóttur? Þessi ákvarðanataka kæmi henni ekki í A1 hjá mér í 3. fl Stjörnunnar!!! #emkvenna #em2025 #emruv
— S. Hilmar Gudjonsson (@s_hilmar) July 10, 2025
Þetta íslenska lið hefur margt upp á að bjóða, það er hægt að vinna með það það er alveg á hreinu.
— Bomban (@BombaGunni) July 10, 2025
5 mín og 37 sek
— Pétur Rögnvaldsson (@Pedr073) July 10, 2025
Þessar „markspyrnur“ eru eitthvað djók er það ekki? KOMA SVO STELPUR! #fotboltinet
— Lobba (@Lobbsterinn) July 10, 2025
Byrjum vel fyrstu 7 mín. Eftir það föllum við alltof langt tilbaka leyfum þeim 🇳🇴að taka leikinn yfir og förum í löngu ⚽️ okkar sem skila engu.
Sama sagan, byrjum af krafti og missum svo smátt tökin á leikjum. Erum of soft í mörgum návígjum.
🇳🇴 að hvíla leikmenn en eru samt betri— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 10, 2025