fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

433
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Spurn­ing hvort við send­um fimm sál­fræðinga með liðinu á næsta mót í staðinn fyr­ir einn,“ skrifar Bjarni Helgason stjörnublaðamaður Morgunblaðsins í blað dagsins.

Bjarni er sá blaðamaður á Íslandi sem hefur fylgst best með landsliðinu undanfarið ár og þekkingin er því gríðarleg.

Bjarni er staddur á Evrópumótinu í Sviss þar sem Ísland er úr leik eftir töp í fyrstu tveimur leikjum mótsins, liðið klárar mótið í kvöld gegn Noregi þar sem úrslitin skipta hvorugt liðið nokkru máli. Ísland er á leið heim og Noregur er búið að vinna riðilinn.

Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins sem þær stóðu ekki undir og þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson er undir pressu. „Vænt­ing­arn­ar og kröf­urn­ar til liðsins voru mikl­ar fyr­ir mótið, meðal ann­ars vegna þess að við dróg­umst í langl­étt­asta riðil­inn. Maður hef­ur al­veg velt því fyr­ir sér hvort þess­ar vænt­ing­ar og kröf­ur hafi verið mikl­ar.“

„ „Þær höndluðu ekki press­una,“ svaraði ég norsk­um koll­ega mín­um eft­ir að hafa hugsað mig vel og lengi um,“ skrifar Bjarni.

Bjarni telur það einu haldbæru útskýringuna að leikmenn liðsins réðu ekki við væntingar. „Sama hvað maður reyn­ir að leik­greina liðið, spila­mennsk­una og frammistöðuna heilt yfir er það ein­hvern veg­inn aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot