fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 21:12

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið endar EM í Sviss án þess að vinna leik en liðið spilaði við Noreg nú í kvöld.

Ísland var úr leik fyrir viðureign kvöldsins eftir tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð og svo gegn Sviss í þeirri annarri.

Ísland skoraði þrjú mörk í leik kvöldsins sem dugði ekki til en Noregur skoraði fögur og endar riðilinn með fullt hús stiga.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ræddi við RÚV eftir leikinn og hafði þetta að segja.

,,Köflóttur leikur, við vorum í basli á köflum en gáfumst aldrei upp. Þær hlupu og djöfluðust og allt það en þetta var köflótt hjá okkur,“ sagði Þorsteinn.

,,Auðvitað erum við ekki sátt við úrslitin og að hafa ekki komist áfram og allt það. Það var markmiðið sem við settum okkur. Við og ég þurfum að skoða hvernig við getum gert hlutina betur.“

Þorsteinn var svo spurður út í eigin framtíð sem landsliðsþjálfari.

,,Mig langar að halda áfram með liðið, það er engin spurning en auðvitað þarf ég að setjast niður sjálfur líka og fara yfir hlutina með sjálfum mér og hvort að ég sé að gera nógu vel.“

,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa sjálfan mig áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester