Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss.
Noregur gerir sex breytingar á liði sínu frá síðasta leik gegn Finnlandi fyrir leikinn gegn Ísland á EM. Leikurinn skiptir litlu máli, Ísland er úr leik og Noregur búinn að vinna riðilinn.
Marit Bratberg Lund, Thea Bjelde, Ingrid Syrstad Engen, Guro Reiten, Caroline Graham Hansen og Ada Hegerberg hvíla allar fyrir átökin í 8-liða úrslitum. Maren Mjelde kemur inn í liðið og eru þá fimm sem byrja sem hafa ekkert spilað á mótinu; Emilie Woldvik, Lisa Naalsund, Signe Gaupset, Elisabeth Terland og Celin Bizet Dønnum.
Byrjunarliðið
Fiskerstrand
Woldvik
Mjelde
Harviken
Hansen
Boe Risa
Maanum
Naalsund
Ildhusoy
Terland
Gaupset