fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 10:00

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari ætlar ekki að gera margar breytingar á liði sínu fyrir lokaleik Íslands á EM gegn Noregi. Þó sagðist hann á blaðamannafundi í gær ætla að breyta einhverju, en einhverjir vilja sjá það eftir dapurt gengi á mótinu hingað til.

Hann staðfesti að Guðný Árnadóttir yrði frá, en hún fór meidd af velli í síðasta leik. Guðrún Arnardóttir fór yfir í hægri bakvörðinn og Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn í hennar stað. Spáum því að uppstillingin verði þannig í þessum leik.

Dagný Brynjarsdóttir átti þá flotta innkomu í síðasta leik og gæti haldið sæti sínu á miðjunni. Margir hafa kallað eftir því að Katla Tryggvadóttir byrji þennan leik og hún er á hægri kanti í þessu liði, en það er staða sem Þorsteinn hefur róterað í báðum leikjunum hingað til.

Ísland er úr leik fyrir leikinn í kvöld eftir töp gegn Finnum og Noregi í fyrstu leikjum riðlakeppninnar.

Líklegt byrjunarlið Íslands
Cecilía Rán Rúnarsdóttir

Guðrún Arnardótir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Sædís Rún Heiðarsdóttir

Dagný Brynjarsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir

Katla Tryggvadóttir
Sandra María Jessen
Sveindís Jane Jónsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans
433Sport
Í gær

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Í gær

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“